Færsluflokkur: Bloggar
25.7.2008 | 00:35
Vakning á Íslandi!!
Það eru stórir hlutir að gerast á Íslandi! Fólk er að læknast og umbreytast, þetta er eitthvað sem mannlegur máttur getur ekki framkvæmt, Þarna er Jésús Kristur að verki. Um leið og verið er að grafa undan orði Guðs á Íslandi, því mun meir gerast kraftaverkin, það er enginn mannlegur máttur sem getur slökkt á krafti Guðs. Í þessum skrifuðu orðum þá er fólk að læknast og frelsast út um allan heim!
Guð er góður!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2008 | 11:11
Kristur í þér!
Nú fer í hönd sú vika sem við minnumst krossdauða og upprisu Jésú Krists, en mér finnst orðið að minnast ekki nógu sterkt orð, heldur finnst mér orðið að fagna eða gleðjast yfir því sem gerðist!! Hefði Jésús ekki gengið í gegnum þessar raunir, þá hefði dauðinn og myrkrið ekki verið sigrað, með því að fórna sínu lífi, gaf Hann okkur aðganginn að eilífu lífi með Guði, og gleymum ekki að Hann reis upp frá dauðum og er hjá okkur nú.
Í þessum sjálfselska heimi, þá vill Jésús koma til þín. Þú þarft ekki að klífa fjöll eða að gera allt mögulegt til að komast að Honum, nei Hann kemur til þín!
Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf son sinn eingetin, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur eignist eilíft líf.
Jóh 3:16
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.3.2008 | 14:39
Útvarpsstöðin Lindin 13 ára
Útvarpsstöðin Lindin er 13 ára, og er því afmæliskaffi í dag að Krókhálsi 4 og á Akureyri í Brekkugötunni á bak við gistiheimilið Akurinn. Kaffið verður frá kl. 14 - 17 í Reykjavík og 14 - 16 á Akureyri. Lindin er kristileg útvarpsstöð og er háð framlögum frá þjóðinni, og er það kraftaverk að þessi stöð hefur verið gangandi í 13 ár, og hún vex ört áfram.
Láttu sjá þig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2008 | 16:39
Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti
15.-23.mars er vika gegn kynþáttamisrétti, sem er full þörf á að hafa hér á landi, þar sem það færist í aukana að fólk líður fyrir húðlit og bara fyrir það að vera frá öðru landi. Á þriðjudaginn 18 mars, ætlar ungt fólk að minna á þetta og standa að viðburði tengt þessu málefni í Reykjavík og Akureyri kl.17:00 í Smáralind og Glerártorgi.Mér finnst alveg með ólíkindum að á okkar landi, þar sem menn státa sig af hugviti og menningu skuli ekki vera vera komnir lengra í félagslegum þroska, þegar verið er að þjarma að fólki sem er t.d. frá Póllandi. Þetta á bara ekki að eiga sér stað!Kv El kapitan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 13:30
"Vonarstræti"
Bloggar | Breytt 13.3.2008 kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2008 | 10:50
Hjálpræðisherinn á Íslandi fær samfélagsverðlaun
Í febrúar fékk Hjálpræðisherinn samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Ég vona að bloggið mitt verði ekki þurrkað út ef ég tala um þetta, þar sem Fréttablaðið er keppinautur mbl. Ég verð að segja það sem kafteinn í Hjálpræðishernum, þá er þetta mjög gleðilegt fyrir þá sem hafa staðið í þessu starfi í mörg herrans ár, einnig fyrir okkur sem eru starfandi nú. Hjálpræðisherinn hefur unnið mjög óeigingjarnt starf í meir en 100 ár og hefur aldrei litið á starfið sitt sem einskonar peningamaskínu, heldur er það náunginn sem skiptir máli, en fyrst og fremst er það trúin á Jésu Krist sem starfið snýst allt um. Hjálpræðisherinn vill vinna í anda Jésú Krists, þar sem Hann hlúði að þeim allra verst stöddu, einnig þeim vel stöddu.Í kjölfarið af þessu þá samdi ég lag og texta sem heitir "Vonarstræti" sem skírskotar til Kirkjustræti 2 þar sem Hjálpræðisherinn hefur gistiheimii og samkomusal. Þetta hús hefur hýst marga sem eru hjálparþurfi, þar sem fólk hefur fengið líkamlega og andlega næringu.
Þú getur hlustað á lagið í tónlistarspilaranum á síðunni.Amen
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 15:31
Bæn fyrir stjórnendum þessa lands.
Kæri Faðir. Takk fyrir þína náð og miskunn, og að ég get komið til þín eins og ég er klæddur. Í dag vil ég sérstaklega biðja fyrir ríkisstjórn þessa lands, að Þú verðir með ákvörðunum hennar. Vertu með sveitarfélögunum, og með þeim sem starfa þar, og þá sérstaklega borgarstjórn Reykjavíkur sem hefur verið í miklum öldusjó, að Þú gefir visku og kærleika inn í öll mál sem hún hefur við að glíma, einnig manna á milli. Þakka þér fyrir að Þú ert með í einu og öllu.
Amen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2008 | 11:13
Engin fordæming í Kristi Jésú!
Þessi orð finnst mér alveg mögnuð!
1Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.
Rómverjabréfið 8.1-2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2008 | 10:37
Heimur fíknarinnar.
Það var sorglegt að lesa dagblöðin í dag, þar sem er fjallað um bankaránið í lækjargötunni. þar segir að hann sem framdi ránið, hafi verið knúinn til þess vegna neyslu eiturlyfja, og til að geta borgað skuldir vegna neyslu. Þetta er farið að vera einum of oft í fréttum, að handrukkarar og þeir sem hella sér út í mikla neyslu séu svo siðblindir, að algert stjórnleysi tekur við. Það er nú bara þannig að þegar að kemur einhverju sem gott er, og veitir vellíðan til skamms tíma, þá verðum við íslendingar yfirleitt að taka það með trompi, alltaf meira og meira en eðlilegt er. Hver kannast ekki við þegar sagt er "ég geri þetta í hófi" sá mælikvarði er er oft erfit að reikna út. Ég held að við verðum að skoða okkar forvarnarstefnu í okkar landi, hvar vandamálið liggur með ofneyslu á t.d. fíkniefnum. Ég held að þetta vandamál liggi fyrst og fremst á heimilum okkar, þar sem foreldrar eiga að vera fyrirmynd, og forvarnir byrji strax þegar tilvonandi mæður ganga með fóstur.
Þegar ég flutti til Akureyrar 2004 eftir margra ára fjarrveru, þá hef ég upplifað fimm innbrot og þjófnað frá 2004 til 2008, semsagt allt liggur við eitt á ári. Við fjölskyldan höfum búið nálægt Oslo í Noregi og Bergen, sem er nú töluvert stærri en Akureyri. Þar upplifðum við nánast ekkert í líkingu við þetta! Öll þessi innbrot voru framin til fjármögnunar á eiturlyfjaneyslu. Er ástandið í okkar litla bæ svona slæmt?
Svo er maður að heyra að lögreglan sé stundum að segja að þetta sé nú ekki svo slæmt? Við verðum að bregðast við! Guð blessi þig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.2.2008 | 01:41
Fordómar!
Ég hef mikið verið að hugsa um þetta orð "fordómar" hvað felst í því að vera með fordóma. Ég held að menn misnoti þetta orð mjög oft. það að hafa gagnrýna hugsun á ýmsa hluti, getur oft skilist þannig að maður sé með fordóma. Það er mjög hollt að hafa gagnrýna hugsun, hún stendur vakt yfir þvi að maður getur séð hlutina frá mörgum sjónarhornum. Það hefur verið mikil umræða í bloggheimum og einnig í samfélaginu um trúmál, þá kannski sérstaklega um kristna trú, þar hafa margir skoðanir og eru mjög sannfærðir um sínar skoðanir á hvað kristinn trú sé, þar er þá yfirleitt verið að fjalla um orðið sjálft, biblíuna sem er jú hornsteinn kristinnar trúar. Margir vilja meina að orð Guðs sé fordómafullt og dæmandi, og sífellt er verið að reyna að afsanna það sem stendur í orðinu, útkoman af þvi er að mínu mati að fólk sé algerlega að skjóta sjálft sig í fótinn, þá meina ég að þeir sem eru með fordóma gagnvart Guðs orði. þá er þetta orðið fordómar gegn fordómum, ef fólk vill meina það að það sem stendur í orðinu eru fordómar. Ég sé ekkert athugavert við, þegar fólk er að velta fyrir sér hlutunum, með gagnrýnu hugarfari, þvi það er það sem færir okkur nær sannleikanum. Mig langar að benda á að Guð er ekki bara orð! Hann er persóna sem birtist okkur í heilögum anda, þannig hefur Hann samskipti við þig og mig. Þetta verður maður að upplifa til að skilja meira, þannig að mín áskorun til þín sem lest þetta, prófaðu, kannaðu, upplifðu, áður en þú ætlar að mæta hlutum með fordómum, heimurinn væri betur settur án fordóma. Guð blessi þig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)