17.3.2008 | 11:11
Kristur í þér!
Nú fer í hönd sú vika sem við minnumst krossdauða og upprisu Jésú Krists, en mér finnst orðið að minnast ekki nógu sterkt orð, heldur finnst mér orðið að fagna eða gleðjast yfir því sem gerðist!! Hefði Jésús ekki gengið í gegnum þessar raunir, þá hefði dauðinn og myrkrið ekki verið sigrað, með því að fórna sínu lífi, gaf Hann okkur aðganginn að eilífu lífi með Guði, og gleymum ekki að Hann reis upp frá dauðum og er hjá okkur nú.
Í þessum sjálfselska heimi, þá vill Jésús koma til þín. Þú þarft ekki að klífa fjöll eða að gera allt mögulegt til að komast að Honum, nei Hann kemur til þín!
Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf son sinn eingetin, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur eignist eilíft líf.
Jóh 3:16
Athugasemdir
Sannaðu þetta!
DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 11:26
Kæri Doctor E eða hvað sem þú nú heitir, langar mig að spyrja þig hvort að þú getir sannað fyrir mér hvort Guð sé ekki til, af því að ég finn fyrir vantrú í þinni athugasemd?
Kv Siggi Ingimars
Kafteinninn, 17.3.2008 kl. 12:12
já Siggi þetta er rétt segi bara ame
og biðum bara fyrir DoctorE Amen
( Siggi þú missti af Góður kaffi í dag hehe )
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 17.3.2008 kl. 18:55
Amen
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 19:04
Amen og hallelúja fyrir það.
Aida., 17.3.2008 kl. 23:56
Þakka fyrir góðan pistil.
Guðjón H Finnbogason, 18.3.2008 kl. 22:57
Siggi, DoctorE er ekki til, hann á sér ekki nafn, ég hef aldrei séð hann og bara lesið eitthvað á bloggsíðum sem einhver annar gæti alveg eins hafa skrifað! Að minnsta kosti hefur honum ekki tekist að sanna tilvist sína svo ég viti til.
Páskakveðja
Pétur Björgvin, 22.3.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.