Hjálpræðisherinn á Íslandi fær samfélagsverðlaun

a627dd883aa03ad6

Í febrúar fékk Hjálpræðisherinn samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Ég vona að bloggið mitt verði ekki þurrkað út ef ég tala um þetta, þar sem Fréttablaðið er keppinautur mbl. Ég verð að segja það sem kafteinn í Hjálpræðishernum, þá er þetta mjög gleðilegt fyrir þá sem hafa staðið í þessu starfi í mörg herrans ár, einnig fyrir okkur sem eru starfandi nú. Hjálpræðisherinn hefur unnið mjög óeigingjarnt starf í meir en 100 ár og hefur aldrei litið á starfið sitt sem einskonar peningamaskínu, heldur er það náunginn sem skiptir máli, en fyrst og fremst er það trúin á Jésu Krist sem starfið snýst allt um. Hjálpræðisherinn vill vinna í anda Jésú Krists, þar sem Hann hlúði að þeim allra verst stöddu, einnig þeim vel stöddu.Í kjölfarið af þessu þá samdi ég lag og texta sem heitir "Vonarstræti" sem skírskotar til Kirkjustræti 2 þar sem Hjálpræðisherinn hefur gistiheimii og samkomusal. Þetta hús hefur hýst marga sem eru hjálparþurfi, þar sem fólk hefur fengið líkamlega og andlega næringu.

Þú getur hlustað á lagið í tónlistarspilaranum á síðunni.Amen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissi það til hamingju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband